

FAQ
Að „raspa“ þýðir venjulega að fjarlægja skarpann og oddhvassann glerung (gadda/brodda) sem myndast sérstaklega á efri endajöxlum og geta valdið sárum í munnslímhúð hestsins.
Án efa er þetta nauðsynleg meðferð sem stuðlar að sársaukalausu áti en gaddar/broddar eru ekki eina ástæðan fyrir sársauka í munni. Að sjálfsögðu fjarlægi ég skarpar brúnir líka, en meðferð mín beinist að því að koma jafnvægi á tyggiflöt, leiðrétta læsingar og fjarlægja þrýstingspunkta og þar af leiðandi fjarlægja sársauka sem eru orsök flestra tannsjúkdóma auk margra reið- og mélvandamála. Ég vinn einnig á fram- og kinntönnum til að koma þeim aftur í lífeðlisfræðilega tengingu og jafnvægi. Og auðvitað passa ég að hver einasta tönn sé skoðuð til að grípa aðra tannsjúkdóma eins og tannátu eða tannholdssjúkdóma sem fyrst!
Hestar eru grasbítar og út í nátturinni éta þeir í 16-18 klukkustundir á dag með stuttum hléum og ferðast allt að 20-30 km á dag.
Framtennurnar eru gerðar til af rífa og narta í grasið (og klóra í hjarðfélaga) og tanngarðurinn sjálfur samanstendur af 6 kinntönnum sem virka eins og einn langur flötur sem malar fæðuna með tonni af þrýsting og miklum krafti.
Tyggjiflöturinn á endajöxlunum er grófur og beittur vegna þess að jaxlarnir eru stöðugt að mala heyið. Til að standast þennan stöðuga núning við að mala heyið þá brjótast tennurnar hægt og rólega upp frá tannholdinu (ca. 3-7 mm á ári) og þar af leiðandi „endurnýja“ slitna partinn á tyggifletinum.
Tennur hjá viltum hófdýrum eru í tiltölulega góðu ástandi mestan hluta ævinnar, en þegar tennurnar eldast munu þær hægt og rólega þróa með sér sömu vandamál og hestar sem eru í mannaeigu og á endanum verða tennur þeirra slitnar og búnar.
Þegar hross eru tekin inná hús, breytist margt frá þeirra náttúrulega umhverfi, t.d minnkar hreyfing þeirra, áttíminn fækkar og líka hvernig hey/fóður hrossin fá að éta (fínt/gróft). Hrossin hafa ekki lengur getuna/þörfina til að bíta/slíta grasinu frá jörðinni, svo eðlilegt slit á framtönnum minnkar.
Það fer auðvita eftir því hvernig þau eru geymd og fóðruð, en fyrr eða síðar leiðir þetta til óreglulegs slitmynsturs, þar sem einstakar tennur vaxa lengur en aðrar.
Það hafa allir líklega heyrt um tannlæknahugtök eins og rampa, bylgjur og króka. Þessar bitskekkjur takmarka eðlilega virkni og hreyfigetu meðan á tyggingu stendur, sem þýðir að tyggiflötur efri og neðri kjálka geta ekki lengur malað fóðrið eðlilega án staðbundins þrýstings og sársauka sem leiðir til annarra sjúkdóma eins og tannholdsbólgu, tannrótarbólgu, beinbrota og tannskemmda. Hins vegar eru hestar meistarar í að fela tannvandamál, meðal annars vegna þess að þeir geta haldið áfram að éta á hinni, betri hliðinni. Þess vegna eru reglulegar tannheilbrigðisskoðanir ásamt lagfæringum á öllum endurteknum bitskekkjum nauðsynleg til að halda hestinum heilbrigðum.
Það fer ekki á milli mála að hestur án sársauka sem er tengdur tönnum og í bitjafnvægi er forsenda fyrir glöðum reiðhesti.
70% - 85% af hrossum eru með ógreind tannvandamál. Algengara er að vandamálin geri vart við sig þegar hrossinu er riðið en flest hross sýna engin, eða mjög lúmsk vandamál við að tyggja. Árleg tannlæknameðferð afhjúpar vandamálin snemma! Hefur þú tekið eftir einhverju óvenjulegu við hestinn þinn?
Dæmigerð einkenni eru óeðlilegar hreyfingar í kjálka þegar það er tuggið, spýtt út heyi eða öðrum mat.
Við útreiðar eiga þjáð hross til að halda höfði til hliðar, opna munninn og tyggja mélið, draga höfuðið upp og margt fleira. Spurðu mig ef þú ert ekki viss.
Mælt er með því að hestar fari í sína fyrstu tannheilbrigðisskoðun í kringum 2,5-3 vetra. Síðastalagi áður en byrjað er að frumtemja tryppin og setja uppí þau mél. Þegar hrossin eru 2,5 vetra eru fyrstu tannskiptin að gerast. Fyrst mjólkurtennurnar og jaxlarnir á hálfsársfresti þar til hrossið er 5 vetra, þá ættu allar fullorðinstennur að vera komnar á sinn stað. Úlfstennur, ef þær eru til staðar, eru komnar niður frá 9 mánaða aldri, mælt er með að fjarlægja þær sem fyrst en síðasta lagi áður en sett eru mél uppí hrossið, þar sem mikil áhætta er á að þær brotni þegar tryppi eru að læra að bera mél. Þegar hross eru orðin 4,5-5 vetra er mælt með að skoða þau á 1(-2) ára fresti. Ef um vandamál er að ræða á þessum aldri eins og bitskekkja og læsingar er tíminn á milli skoðunanna styttri, þar til eðlilegt bit er endurheimt og hægt er að lengja tímann á milli aftur í 1 ár.
Nei. En auðvita er það einstaklinsbundið eftir hrossum. Ég sjálf vinn með mikið af eldri hestum sem eru vel yfir 20 ára. Það getur tekið nokkur skipti fyrir mig að vinna eldri hross í gott jafnvægi. En þegar því markmiði er náð þarf oftast einungis að gera litlar leiðréttingar á hverju ári. Gundvallarreglan þegar það kemur að tannheilbrigði er að fyrirbyggja með því að halda tönnum í jafnvægi og koma í veg fyrir að lítil vandamál fái að vaxa framúr sér.
Ég vinn með demantshúðuðum áhöldum fyrir jaxla og framtennur, knúin áfram af traustu Makita vélinni minni. Þessi tæki eru áhrifarík og hægt er að vinna mjög nákvæmt, sérstaklega ef aðeins þarf að gera örsmáar leiðréttingar. Ég nota ryksugukerfi til að fjarlægja tannryk - svo ég sjái hvað ég er að gera og við öndum ekki að okkur þessu fína ryki. Í sumum tilfellum nota ég vatnskæld áhöld.
Já, ég deyfi alla hesta til þess að tryggja gæði. Ég vil að hrossin upplifi aðgerðina eins óttalausa og hægt er og hestur sem er vakandi mun ekki vera kyrr lengi og þar sem helmingur vinnu minnar er nákvæmnisvinna þarf ég rólegan sjúkling.
Vel á minnst, deyfingin hefur aðeins róandi áhrif. Við sársaukafullar aðgerðir, svo sem útdrátt úlfatanna og stærri aðgerðir, verða sjúklingar einnig að fá staðdeyfingu.